
Gæði
Áreiðanleiki
Gleði

Um okkur
Smeyginn er verktakafyrirtæki sem í grunninn er fjölskyldufyrirtæki og var stofnað árið 2020 þegar tveir húsasmíðameistarar sameinuðu krafta sína. Eigendur fyrirtækisins eru Hafþór Hafliðason og Þrándur Gíslason Roth.
Við erum verktakar og höfum unnið í ýmsum stærðum af verkefnum, allt frá minni einkaframkvæmdum að stærri útboðsverkefnum. Við erum með færa smiði í okkar liði sem hafa góða reynslu af smíði og byggingu.
Smeyginn er sífellt að vaxa og dafna í verkefnum, við höfum úrvals iðnaðarmenn og verktaka af ýmsu tagi með okkur innan handar fyrir umfangsmeiri verkefni.
Okkar mottó í starfi og lífi er að hafa gaman að þessu, lífsgleðin kemur okkur langt!
Okkar vinnubrögð og starfsemi einkennist af áræðni, vandvirkni og gæðum en fyrst og fremst gleði.
